Mannaveiðar hötuðustu stjórnmálakonu Noregs

Þegar Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála Noregs, bauð fjölmiðlum með sér á veiðar eftir ólöglegum innflytjendum að næturlagi í síðustu viku, vakti það hugrenningatengsl við það þegar Gestapo barði að dyrum hjá íslenska námsmanninum Leifi Muller í Osló árið 1942, og spurði „býr Íslendingur hér?“

Noregur var í hópi þeirra landa sem tóku á móti flestum flóttamönnum, miðað við höfðatölu, og hlutfall innflytjenda í landinu jókst á löngum valdatíma verkamannaflokksins. Norðmenn reyndust, árið 2014, vera fjórða besta þjóðin í móttöku og aðlögun innflytjenda, samkvæmt alþjóðlegri samanburðamælingu MIPEX. Í mælingunni var horft til þess hvernig pólitískar ákvarðanir þjóðanna hafa veitt innflytjendum gjaldgengi í samfélaginu. Mældir voru nærri 150 pólitískir áhrifaþættir og var horft til atvinnuþátttöku innflytjenda, menntunar, stjórnmálaþátttöku, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og ekki síst verndar gegn mismunun.

Read more...

LOADING