Mannaveiðar hötuðustu stjórnmálakonu Noregs

Þegar Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála Noregs, bauð fjölmiðlum með sér á veiðar eftir ólöglegum innflytjendum að næturlagi í síðustu viku, vakti það hugrenningatengsl við það þegar Gestapo barði að dyrum hjá íslenska námsmanninum Leifi Muller í Osló árið 1942, og spurði „býr Íslendingur hér?“

Noregur var í hópi þeirra landa sem tóku á móti flestum flóttamönnum, miðað við höfðatölu, og hlutfall innflytjenda í landinu jókst á löngum valdatíma verkamannaflokksins. Norðmenn reyndust, árið 2014, vera fjórða besta þjóðin í móttöku og aðlögun innflytjenda, samkvæmt alþjóðlegri samanburðamælingu MIPEX. Í mælingunni var horft til þess hvernig pólitískar ákvarðanir þjóðanna hafa veitt innflytjendum gjaldgengi í samfélaginu. Mældir voru nærri 150 pólitískir áhrifaþættir og var horft til atvinnuþátttöku innflytjenda, menntunar, stjórnmálaþátttöku, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og ekki síst verndar gegn mismunun.

Read more...

LOADING

New results of MIPEX
(2014-2020)

We are pleased to announce that the new results of MIPEX (2014-2020) will be published by the end of 2020. MIPEX 2020 will include 52 European and non-European countries: Australia, Brazil, Canada, China, EU28, India, Japan, Mexico, US and much more. Stay tuned!